7 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Tryggvi Snær lýsir stóra ævintýri sveitastráksins

Skyldulesning

Lífið

Tryggvi Snær Hlinason í viðtalinu. Bæjarhúsin í Svartárkoti í baksýn.
Tryggvi Snær Hlinason í viðtalinu. Bæjarhúsin í Svartárkoti í baksýn.
Arnar Halldórsson

„Þetta gerðist bara og maður er svo sem ekki ennþá að átta sig á því almennilega hversu stórt þetta er,“ segir Elín Heiða Hlinadóttir, systir körfuboltakappans Tryggva Snæs Hlinasonar, um þann stall sem bróðir hennar er kominn á í atvinnumennsku á Spáni.

„Þetta er geggjuð saga einmitt og gerðist svo ótrúlega hratt allt saman,“ segir móðirin í Svartárkoti, Guðrún Tryggvadóttir.

Tryggvi Snær á Svartárvatni. Móðirin Guðrún Tryggvadóttir stýrir bátnum.Arnar Halldórsson

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsir Tryggvi Snær ævintýrinu þegar hann á undraskömmum tíma fór frá því að vera sveitastrákur í Bárðardal í það að verða atvinnumaður í körfuknattleik í sterkustu deild Evrópu.

„Það var eitt markmið og það var að vera bóndi hérna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason í viðtali sem tekið var á báti á Svartárvatni þar sem hann var að leggja silunganet með móður sinni í stuttu sumarfríi frá Spáni.

Hér má sjá myndskeið úr þættinum:


Tengdar fréttir


Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Innlendar Fréttir