Tuchel ætlar að treysta á Neuer – Sommer gæti farið – DV

0
85

Thomas Tuchel, nýr knattspyrnustjóri Bayern Munchen, ætlar að treysta á Manuel Neuer sem markvörð númer eitt þegar hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli.

Neuer er frá út tímabilið. Ósætti er með hann innan raða Bayern, en hann meiddi sig á skíðum á miðju tímabili.

Yann Sommer kom í hans stað frá Borussia Mönchengladbach.

Þrátt fyrir það ætlar Tuchel, sem tók við Bayern af Julian Nagelsmann á dögunum, að velja Neuer fram yfir hann þegar báðir eru til taks.

Gæti þetta þýtt að Sommer fari frá Bayern í sumar, en hann er ekki til í að vera varamarkvörður á eftir hinum 37 ára gamla Neuer.

Tuchel hefur alls ekki farið vel af stað með Bayern. Liðið er dottið úr Meistaradeild Evrópu og þýska bikarnum, auk þess sem liðið er í öðru sæti á eftir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Því hefur verið haldið fram að Tuchel sé þegar undir pressu í stjórastólnum.