2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Tuchel segir að Werner sé ekki á förum – Talað um að Chelsea vilji selja hann til að fjármagna kaup á Haaland

Skyldulesning

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hlær að orðrómum um að Timo Werner, framherji liðsins, sé á förum frá Chelsea.

Orðið á götunni er að Chelsea hugnist að selja Werner til þess að fjármagna kaup á hinum norska framherja Erling Braut Haaland, leikmanni Dortmund.

„Hættið að lesa það sem þið eruð að lesa, lesið frekar bók í staðinn,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea er hann var spurður út í mögulega brottför Werner.

Werner gekk til liðs við Chelsea fyrir tímabilið og hefur átt erfitt uppdráttar í Lundúnum.

„Hvað Timo varðar, þá held ég að hann hafi enga ástæðu til þess að vera pirraður, hann átti frábæran leik gegn Liverpool, mögulega sinn besta leik fyrir Chelsea,“ sagði Thomas Tuchel.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir