6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Tugir rýma tóm og lokuð á Laugavegi

Skyldulesning

ÞETTA BARA TÚLKAR ÞJÓÐARVILJANN VARÐANDI REYKJAVÍKURFLUGVÖLL…..

Jóhann Elíasson Fyrrverandi stýrimaður og núverandi "möppudýr" Stýrimaður, annað stig (fiskimaðurinn) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík.  Iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands.  Rekstrarfræðingur frá Agder Distriktshøgskole í Noregi.  Viðskiptafræðingur...

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar gengið er niður Laugaveginn um þessar mundir blasa við tóm og lokuð verslunar- og þjónusturými til beggja handa. Þar hefur kórónuveirufaraldurinn haft sín áhrif en fjölda ferðamannaverslana hefur verið lokað síðustu mánuði.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sömuleiðis standa mörg rými tóm. Í talningu Morgunblaðsins nýverið kom í ljós að ríflega 30 rými standa auð og yfirgefin og til viðbótar hefur 20 verslunum verið lokað. Eru þá ótalin þau veitinga- og kaffihús við Laugaveginn sem hafa lokað tímabundið vegna faraldursins eða eru með takmarkaða þjónustu. Séu þau talin með fer talan vel yfir 70, líkt og kom nýverið fram á mbl.is. Borgin áformar að fara í nýja talningu á sölustöðum við Laugaveg. 

Fjallað er um tómu rýmin í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir