0 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót

Skyldulesning

Erlent

Þessi mynd var tekin af yfirborði tunglsins með víðlinsu.
Þessi mynd var tekin af yfirborði tunglsins með víðlinsu.
AP/Geimvísindastofnun Kína

Ríkismiðlar Kína segja að geimfarið Chang’e 5 sé nú á leið aftur til jarðarinnar eftir að hafa lent á tunglinu og tekið þaðan sýni. Geimfarið lenti á tunglinu fyrr í vikunni.

Nánar tiltekið lenti geimfarið skammt frá Mons Rümker í Stormhafinu og var það í þriðja sinn sem Kínverjar lenda geimfari á tunglinu.

Bergsýnin sem Chang’e 5 safnaði eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út.

Samkvæmt frétt Xinhua, sem er í eigu kínverska ríkisins, tók það um 19 klukkustundir að safna sýnunum og var þeim komið fyrir í sérstöku íláti á geimfarinu. Bæði boraði farið eftir sýnum og tók þau upp með skóflu.

Aðrir hlutar geimfarsins eru á braut um tunglið og eiga þeir að sameinast þar. Í kjölfarið verður stefnan svo sett á jörðina en óvíst er hvenær það verður. Ferðalagið aftur til jarðar er þó hafið.

The China National Space Administration has released a replay of the Chang e 5 spacecraft’s landing in the Oceanus Procellarum region of the moon Tuesday.

This accelerated clip shows the probe s descent, pitchover, and touchdown on the lunar surface.https://t.co/3s6RUbF7GV pic.twitter.com/ZKs28jcYwO

— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 3, 2020


Tengdar fréttir


Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang’e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar.


Kínverjar skutu í nótt geimfari á loft sem ætlað er að fara til tunglsins og koma til baka með tunglgrjót.


Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir