Tuttugu og tíu ára….

0
150

Tuttugu og tíu ára….

April 03 16:45 2013

Sá merkilegi atburður átti sér stað að einn skipverjinn Gunnlaugur Unnar Höskuldsson átti afmæli í túrnum. Það er reyndar ekki í frásögur færandi að menn eigi afmæli útá sjó en þetta var reyndar stórafmæli. Það kom uppúr dúrnum þegar Gulli fór að telja árin að hann var tuttugu og tíu ára… Unglambið Gulli vill nefnilega vera sem lengst á tvítugsaldrinum.

Í tilefni dagsins fékk Gulli afmælisköku og fékk að ráða kvöldmatnum sem samanstóð af nautasteik og bernaise…

Gulli bar einnig á borð stærðarinnar páskaegg sem honum áskotnaðist og því miður náðist ekki mynd af því, það hvarf nefnilega eins og hendi væri veifað….

Jullinn.is óskar Gulla til hamingju með daginn og öll tuttugu og tíu árin…