5 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun

Skyldulesning

Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt.

Alls voru 84 mál skráð í dagbók lögreglu frá því klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt. Þar af var tilkynnt um fimm heimilisofbeldismál og voru fjórir gerendur vistaðir í fangageymslu vegna þeirra.

Margir veitingastaðir heimsóttir og kannað með ráðstafanir varðandi Covid og voru flestir rekstraraðilar með allt á hreinu, einhverjir þurfi þó að gera betur að því er segir í dagbók lögreglu.

Þar er einnig greint frá líkamsárás sem átti sér stað í póstnúmeri 105. Þrír voru handteknir vegna málsins en áverkar fórnarlambsins eru sagðir minniháttar.

Klukkan hálf tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur. Þjófurinn hafði brotið rúðu, stolið munum og hlaupið á brott. Maðurinn var hins vegar handtekunn skömmu síðar, með munina í vasanum.

Þó nokkuð var um að ökumenn væru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess að tilkynnt var um aðra líkamsárás, í þetta skiptið í póstnúmeri 112. Þar hafði þolandinn, ung kona, hlotið áverka á höfði og komið sér sjálf á bráðadeildina. Geraendinn var varinn af vettvangi. Málið er í rannsókn.

Afskipti voru einnig höfð af tveimur mönnum í póstnúmeri 221 vegna ræktunar fíkniefna. Mennirnir voru handteknir og komið fyrir í fangageymslu vegna rannsóknar málsin. Lagt var hald á búnað til ræktunar og þær plöntur sem fundust.

Innlendar Fréttir