Viðskipti innlent
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Alls var 54 sagt upp hjá sveitarfélaginu Árborg í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum.
Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Alls var 54 sagt upp í opinberri stjórnsýslu og er þá vísað í uppsagnir hjá Árborg sem tilkynnt var um upp úr miðjum síðasta mánuði. Þá var sautján manns sagt upp í annarri hópuppsögn í apríl og var sú í flutningsgeira.
Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í marsmánuði þegar 28 starfsmönnum sagt upp í verslunarstarfsemi. Þar var um að ræða uppsagnir hjá Heimkaup.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.
Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
18. apríl 2023 16:04
Ein hópuppsögn skráð í mars Vinnumálastofnun barst einungis ein tilkynning um hópuppsögn í mars. Þá var 28 starfsmönnum sagt upp í verslunarstarfsemi.
11. apríl 2023 16:04
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið