8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Tveimur leikskólum lokað á Suðurnesjum vegna smits

Skyldulesning

Reykjanesbær.

Reykjanesbær.

mbl.is/Sigurður Bogi

Leikskólarnir Holt í Reykjanesbæ og Gefnarborg í Garði verða lokaðir í dag, föstudag, eftir að kórónuveirusmit komu upp hjá starfsfólki.

Þetta kemur fram á vefnum sudurnes.net, en foreldri barns á leikskólanum Gefnarborg sagði við blaðamann vefsins að börnin hefðu verið sent í sóttkví og boðuð í sýnatöku, eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna í gær, fimmtudag. Fengu foreldrar símtal þessa efnis um kvöldið. 

Í leikskólanum Holti reyndist kennari smitaður af veirunni, og verður starfsfólk leikskólans á Holti boðað í sýnatöku í dag vegna málsins. Ákveðið verður í framhaldinu hvernig sýnatöku hjá börnum verði háttað. Í frétt sudurnes.net af málinu kemur fram að það sé unnið í samstarfi við smitrakningarteymi og fræðsluyfirvöld í Reykjanesbæ.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir