Tveir 12 ára drengir grunaðir um morð – DV

0
8

Tveir 12 ára drengir eru grunaðir um að hafa myrt 19 ára mann á mánudag í síðustu viku. Drengirnir eru einnig grunaðir um vörslu eggvopns. Sky News skýrir frá þessu og segir að Shawn Seesahai, 19 ára, hafi verið myrtur að kvöldi mánudags í síðustu viku í Birmingham á Englandi. Hann var stunginn til bana.

Dómstóll hefur úrskurðað að drengirnir skulu sæta gæslu á vegum yfirvalda vegna rannsóknar málsins.

Drengirnir voru handteknir á þriðjudaginn að sögn talsmanns lögreglunnar. Hann sagði að rannsókn málsins miði ágætlega og að fjölskylda Seesahai hafi verið upplýst um gang hennar.