Tveir fluttir á slysa­deild eftir á­rekstur á Breið­holts­braut – Vísir

0
145

Tveir fluttir á slysa­deild eftir á­rekstur á Breið­holts­braut Tveir hafa verið fluttir á slysadeild eftir að bíll rakst á tvo aðra bíla og hafnaði loks utan vegar á Breiðholtabraut í Reykjavík um klukkan 14 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var bílnum ekið utan í tvo aðra bíla, fór yfir á annan vegarhelming og hafnaði þar utan vegar.

Þeir sem fluttir voru á slysadeild voru í sitt hvorum bílnum.