tveir-smitudust-hja-liverpool

Tveir smituðust hjá Liverpool

Alex Oxlade-Chamberlain smitaðist af kórónuveirunni í síðustu viku.

Alex Oxlade-Chamberlain smitaðist af kórónuveirunni í síðustu viku. AFP

Ensku knattspyrnumennirnir Joe Gomez og Alex Oxlade-Chamberlain, leikmenn Liverpool, smituðust af kórónuveirunni í síðustu viku.

Þar sem landsleikjahlé og vetrarfrí stóðu yfir er þeir smituðust misstu þeir báðir aðeins af einum leik, bikarsigrinum gegn Cardiff City í gær.

Raunar höfðu bæði Gomez og Oxlade-Chamberlain lokið dvöl sinni í einangrun áður en leikurinn gegn Cardiff fór fram en komu ekki til greina í leikmannahópinn þar sem þeir höfðu ekki náð að æfa og undirbúa sig nægilega mikið fyrir leikinn, sem lauk með 3:1-sigri Liverpool.

Þeir eru hins vegar klárir í slaginn fyrir næsta leik Liverpool sem verður í úrvalsdeildinni gegn Leicester City næstkomandi fimmtudagskvöld.


Posted

in

,

by

Tags: