3 C
Grindavik
1. desember, 2020

Tveir þrautreyndir fréttamenn í hópi þeirra sem sagt var upp á RÚV

Skyldulesning

Jóhann Hlíðar Harðarson, Pálmi Jónasson og Úlla Árdal eru þeir þrír fréttamenn sem sagt var upp í hagræðingaraðgerðum RÚV. Ýmsir aðrir starfsmenn fá skert starfshlutfall og aðrir eru færðir til.

Jóhann og Pálmi eru þrautreyndir fréttamenn. Jóhann hefur starfað í erlendum fréttum en Pálmi verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Spegillinn.

Úlla Árdal er með minnstu starfsreynsluna af þessum þremur en hún kom til starfa á RÚV árið 2019. Hefur hún vakið athygli fyrir snörp fréttaskrif.

Jóhann vildi ekkert tjá sig um málið er DV hafði samband. Úlla Árdal staðfesti uppsögnina í símtali en vildi engu svara um það hvort hún ynni uppsagnarfrest eða hætti störfum strax. Ekki náðist í Pálma við vinnslu fréttarinnar.

Í skriflegu svari til Vísir.is segir Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri að uppsagnirnar séu tilkomnar vegna niðurskurðar. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir hún.

Segir Rakel jafnframt að heildarskerðingin á fjármagni til fréttastofu RÚV jafngildi níu stöðugildum.

Innlendar Fréttir