4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Tvö börn á leikskólaaldri smituð

Skyldulesning

„Það er tilfinning hjá mörgum að leikskólinn hafi svolítið gleymst …

„Það er tilfinning hjá mörgum að leikskólinn hafi svolítið gleymst sem skólastig,“ segir Sigurður.

mbl.is/Árni Sæberg

Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir leiðinlegt að tvö kórónuveirusmit séu komin upp á meðal barna á leikskólaaldri, sérstaklega í ljósi þess að félagið hafði kallað eftir því að leikskólarnir yrðu einungis opnir fyrir vel skilgreinda forgangshópa fram að páskum vegna uppgangs kórónuveirunnar í samfélaginu. Foreldrar hafa tekið misvel í ósk félagsins um að halda börnum sínum heima.

„Það er leiðinleg staða, sérstaklega vegna þess að við höfum verið að benda á þetta, það er engin skynsemi í því að halda leikskólum opnum fyrir alla þegar veira er í gangi sem við þekkjum ekki og er óútreiknanleg,“ segir Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla.

Hann þekkir ekki til smitanna og veit því ekki hvort talið sé að börnin hafi komið smituð inn í leikskólana en ef slíkt gerist sé erfitt að spá um framhaldið.  

„Börn smitast, leikskólabörn eru að smitast,“ segir Sigurður.

Smitin voru skráð á vef Covid.is í dag og greindust því um helgina eða á föstudag, en almannavarnadeild gat ekki gefið neitt upp um smitin, hvorki um það hvort talið sé að börnin hafi farið smituð í leikskólana sína, hvort þau hafi smitast þar eða hvort mörg börn á leikskólaaldri séu í sóttkví. 

Misjöfn mæting

Þegar hertar aðgerðir vegna faraldursins voru tilkynntar á miðvikudag var hvergi minnst á leikskóla. Öllum öðrum skólastigum var lokað fram að páskum.

Á fimmtudag sendi Félag stjórnenda leikskóla frá sér ákall til foreldra um að halda börnum sínum heima fram að páskum. Spurður hvernig foreldrar hafi brugðist við því ákalli segir Sigurður:

„Það er ofboðslega misjafnt og það er líka erfitt að meta það því að í dymbilviku er oft lítil mæting eða minni mæting en venjulega. Þetta er mismunandi eftir skólum, við sjáum alveg 70% mætingu í einhverjum skólum.“

Sigurður ítrekar að félagið kalli ekki eftir lokun leikskóla heldur því að forgangshópar séu vel skilgreindir svo framlínuhópar geti haft sín börn í leikskólum og sinnt sínum störfum. Hann hvetur foreldra til þess að halda börnum sínum heima á meðan staðan er eins og hún er í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir