7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Tvö lið sem geta orðið meistari (myndskeið)

Skyldulesning

Chelsea og Tottenham geta bæði unnið ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð að mati Andy Townsend, sjónvarpslýsanda og starfsmanns ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðin mætast á sunnudaginn kemur í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Þá þekkjast knattspyrnustjórar liðanna vel en Frank Lampard, stjóri Chelsea, var leikmaður liðsins þegar José Mourinho þjálfaði Chelsea og urðu þeir tvívegis Englandsmeistarar saman, 2005 og 2006.

„Ég er virkilega spenntur þessum leik,“ sagði Andy Townsend, sjónvarpslýsandi og starfsmaður ensku úrvalsdeildarinnar, þegar hann ræddi viðureign liðanna.

„Þetta eru tvö frábær lið og svo eru José Mourinho og Frank Lampard að mætast. Þeir bera þvílíka virðingu fyrir hvor öðrum og svo eru frábærir leikmenn í báðum liðum.

Þetta eru leikmenn sem hafa verið að spila virkilega vel upp á síðkastið og eru í frábæru formi. Bæði lið gætu staðið uppi sem meistarar  í lok tímabilsins að mínu mati,“ bætti Townsend við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir