Fótbolti

Rene Schutze/Getty
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði tvö mörk er AGF vann 3-0 sigur á Álaborg í dönsku knattspyrnunni í gær.
Það voru flestir sem bjuggust við hörkuleik í Árósum í gær en leikurinn var jafn framt síðasti leikur liðanna fyrir sex vikna jólafrí.
Hörkuleikur varð það þó aldrei. Gift Links kom AGF yfir á 16. mínútu og ellefu mínútum síðar tvöfaldaði íslenski landsliðsmaðurinn forystuna.
HK-ingurinn var ekki hættur því á 34. mínútu skoraði hann annað mark sitt og þriðja mark AGF. 3-0 í hálfleik.
Fleiri urðu mörkin ekki í síðari hálfleik og lokatölur 3-0 sigur AGF. Liðið er í öðru sæti deildarinnar en gæti fallið niður í það þriðja vinni Midtjylland leikinn sem þeir eiga inni í kvöld.
AGF er þremur stigum frá toppliði Bröndby og virkilega flottur fyrri hluti hjá Árósarliðinu. Jón Dagur hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í þrettán leikjum á leiktíðinni.
Hér að neðan má sjá mörkin tvö sem Jón Dagur skoraði sem og viðtal við hann í leikslok þar sem flugeldar komu við sögu.