-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Tvö sænsk félög vilja kaupa Finn Tómas af KR

Skyldulesning

IFK Norrköping vill kaupa Finn Tómas Pálmason miðvörð KR. Frá þessu segir SportExpressen í Svíþjóð og kveðst hafa fyrir því öruggar heimildir.

Í fréttinni segir að Norrköping fái samkeppni um Finn Tómas en Elfsborg hefur einnig áhuga á að kaupa þennan íslenska varnarmann.

Finnur Tómas skaust fram á sjónarsviðið sumarið 2019 þegar hann lék lykilhlutverk í hjarta varnarinnar hjá KR þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Norrköping hefur góða reynslu af Íslendingum en félagið hefur grætt vel á þeim síðustu ár, félagið seldi Arnór Sigurðsson á fúlgur fjár til CSKA Moskvu árið 2018. Félagið er svo með Ísak Bergmann Jóhannesson í sínum röðum núna en hann er einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Talið er er að Norrköping geti fengið tæpa 2 milljarða fyrir hann.

Finnur Tómas er 19 ára gamall en hann hefur spilað 51 leik með Þrótti og KR í deildarkeppni og bikar á Íslandi. Þá á Finnur fjöldann af landsleikjum fyrir yngri landslið Íslands.

Innlendar Fréttir