0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Tvö skip send til aðstoðar

Skyldulesning

Beitir NK 123.

Ljósmynd/Aðsend

Tvö skip hafa verið send inn á Seyðisfjörð og hafa verið notuð til að sækja innlyksa fólk sem og að lýsa upp á vettvangi, en lítið skyggni er á svæðinu.

Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson starfandi deildarstjóri hjá Almannavörnum.

Gunnþór Ingvarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir í samtali við mbl.is að skip útgerðarinnar, Beitir og skip Polar Pelagic sem er að hluta í eigu Síldarvinnslunnar, Polar Amaroq, hafi verið send á Seyðisfjörð frá Norðfirði þegar ósk barst þess efnis frá Almannavörnum.

Skipið Blængur er enn fremur í viðbragðsstöðu.

Beitir og Polar Amaroq á leið til Seyðisfjarðar.

Skjáskot

Innlendar Fréttir