2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Tvö skref áfram og svo eitt til baka: „Þetta er vandræðalegt og vanvirðing við okkur“

Skyldulesning

Sara Björk Gunnarsdóttir leikmaður Lyon og íslenska landsliðsins segir það vanvirðingu við kvennaknattspyrnu að spilað sé á æfingasvæði Manchester City á Evrópumótinu í sumar.

Íslenska liðið mætir Belgíu og Ítalíu á vellinum sem tekur sjö þúsund áhorfendur í sæti. Erfitt hefur verið fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn.

„Ég er vonsvikinn með vellina sem við munum spila á. Við erum að spila á Evrópumótinu í Englandi, landi sem hefur marga stóra knattspyrnuleikvanga en við fáum að spila á æfingasvæði á velli sem getur tekið á móti 5 þúsund áhorfendum,“ sagði Sara Björk í hlaðvarpsþættinum Their Pitch.

,,Þetta er vandræðalegt og vanvirðing við okkur. Það hefur ekki verið gert ráð fyrir því að við gætum selt meira en 4 þúsund miða á okkar leiki og það er vanvirðing við kvennaknattspyrnuna.“

Nú þegar er uppselt á báða leiki íslenska liðsins á æfingasvæði City. ,,Kvennaknattspyrnan tekur tvö skref fram á við en svo gerast hlutir á borð við þessa og þá er tekið skref aftur á bak.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir