Tvö ungmenni handtekin vegna morðs á þremur unglingum – DV

0
118

Nýlega fundust lík Layla Silvernail 16 ára, Camille Quarles 16 ára og 17 ára pilts, sem hefur ekki verið nafngreindur, á þremur mismunandi stöðum í Marion County í Flórída. Öll höfðu þau verið skotin til bana. Lögreglan hefur nú handtekið tvö ungmenni vegna málsins og leitar þess þriðja. Þeir Christopher Atkins 12 ára og Robert Robinson 17 ára eru í haldi í lögreglunnar, grunaðir um morðin. Leitað er að Tahj Brewton, 17 ára, en hann er einnig talinn tengjast morðunum.

Þremenningarnir voru myrt á innan við 48 klukkustunda tímabili um mánaðamótin að sögn lögreglunnar.

Billy Woods, lögreglustjóri í Marion County, sagði fyrir helgi að talið sé að öll fórnarlömbin hafi stundað innbrot og rán og að bæði þau og hinir grunuðu hafi tengsl við glæpagengi. „Á einföldum máli sagt, það er enginn heiður á meðal þjófa,“ sagði hann á fréttamannafundi og bætti við að á einhverjum tímapunkti hafi hinir grunuðu snúist gegn hinum látnum og myrt þau.

Ekki er vitað hvort þau voru öll skotin á sama tíma en talið er að þau hafi öll verið í bíl Silvernail skömmu áður en þau voru myrt.