7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Tvöföld eftirspurn hjá Síldarvinnslunni

Skyldulesning

Gunnþór Ingvason, forstjóri SVN, segir að ánægjulegt sé að finna stuðning við fyrirtækið.

mbl.is/Sigurður Bogi

Almennu hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar lauk síðdegis í fyrradag og þykir hafa heppnast vel. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum.

Rúmlega tvöföld eftirspurn var frá bæði almenningi og fagfjárfestum og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Frá þessu var greint á vef Síldarvinnslunnar.

Útgefið hlutafé í Síldarvinnslunni nemur 1.700 milljónum hluta. Seljendur samþykktu áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé félagsins. Nær 6.500 áskriftir bárust, fyrir um 60 milljarða króna. Í tilboðsbók A var endanlegt útboðsgengi 58 krónur á hlut og verða áskriftir í bókinni ekki skertar undir einni milljón króna að kaupverði. Skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók A er að öðru leyti hlutfallsleg, að því er fram kemur á vef félagsins. Í tilboðsbók B reyndist endanlegt útboðsgengi 60 krónur á hlut.

„Skerðing áskrifta var í samræmi við skilmála útboðsins. Fjárfestar sem tilgreindu lægra útboðsgengi fengu ekki úthlutað. Söluandvirði nam 29,7 milljörðum króna,“ segir á vef Síldarvinnslunnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir