Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf vegferð sína í undankeppni EM 2024 á afar slæmu tapi gegn Bosníu & Herzegovinu á útivelli. Lokatölur 3-0 í Zenica í kvöld
Heimamenn í Bosníu & Herzegovinu komust yfir stax á 14. mínútu leiksins þegar að boltinn barst til Rade Krunic inn í vítateig Íslands og hann gat ekki annað en komið boltanum í netið. Varnarleikur Íslands ekki til útflutnings.
Krunic var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu er hann tvöfaldaði forystu heimamanna. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Ekki skánaði staðan í síðari hálfleik því að á 63. mínútu kom Arnar Dedic sér í góða stöðu við vítateig Íslendinga og lét vaða í átt að marki, boltinn endaði í netinu og staðan því orðin 3-0 og þar við sat.
Nú sem áður fyrr sat knattspyrnuáhugafólk límt fyrir framan sjónvarpskjáinn og fylgdist stressað með framgangi mála. Á samfélagsmiðlinum Twitter sköpuðust líflegar umræður yfir leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem knattspyrnuáhugafólkið hafði að segja eftir leikinn á Twitter:
#þrot #arnarout
— gullisnorra (@snorrason85) March 23, 2023
Hvað er Arnar að gera með þetta lið á æfingasvæðinu??? Eru þeir eru feluleik og hókípókí bara! Til skammar þessi frammistaða
— Eyþór Helgi (@EysiBirgis) March 23, 2023
Afar mikil vonbrigði þessi fyrsti leikur í nýrri keppni. Vonlaust frá upphafsspyrnu leiksins. Uppleggið óljóst, andleysi, óöryggi aftarlega og engin trú á verkefninu. Vond ára yfir liðinu. Vinnum ekki Liechtenstein með svona frammistöðu. 😥
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 23, 2023
Ef Vanda er með heila þá hringir hún í Nagelsmann
— Freyr S.N. (@fs3786) March 23, 2023
AÞV er að sokka #TeamAlbert, það er deginum ljósara. Þvílík sýning hjá strákunum okkar.
— Daníel (@danielmagg77) March 23, 2023
er þessi landsleikur ekki eitt Úff @14siggihelgason ?
— Henry Birgir (@henrybirgir) March 23, 2023
Ef Heimir væri í þessum þjálfarastól með þessum úrslitum væri löngu búið að reka hann. hvenær ætli vanda þori að taka í gikkinn
— guddi texas (@gudditexas) March 23, 2023
Ég elska það að Arnar Þór Viðarsson haldi að hann sé að þjálfa Belgíu. pic.twitter.com/AKRAEgX2i3
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) March 23, 2023
Arnar ekki að heilla íslensku þjóðina?
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) March 23, 2023