Tylenol morðin voru aldrei upplýst en Stella fékk hryllilega hugmynd – Var sama um fjölda fórnarlamba svo lengi sem einn af þeim væri eiginmaður hennar – DV

0
66

Það er næstum sama hvað við kaupum, hvort sem um er að ræða matvöru lyf eða annað, það er einhvers konar filma eða þynna sem einnig þarf að fjarlægja áður en unnt er að nota vöruna. Því það eru mannslíf að veði. 

En svo hefur ekki alltaf verið. Bókstaflega allir framleiðendur á öllu milli himins og jarðar breyttu umbúðum sínum snarlega eftir það sem kallað hefur verið Tylenol morðin, að ekki sé talað um mál Stellu Nickell.

Enginn vildi lenda í sömu martröðinni og fyrirtækið Johnson & Johnson þurfti að ganga í gegnum, svo og framleiðendur verkjalyfsins Excedrin,

Tylenol morðin

Árið 1982 létust sex fullorðnir og eitt barn í Chicago. Engin tengsl voru milli fólksins en öll áttu þau það sameiginlegt að hafa tekið inn hylki af verkjalyfinu Tylenol.

Síðar kom í ljós að einhver eða einhverjir höfðu laumað blásýru út í lyfjahylkin. Lyfin sem fólkið innbyrti komu frá mismunandi verksmiðjum og voru seld í mismunandi apótekum víðs vegar um borgina.

Það var því talið fullvíst að hylkin höfðu ekki verið eitruð í framleiðsluferlinu. Líklegast þykir að einhver hafi farið á milli apóteka og laumað eitrinu í lyfin.

Fórnarlömb Tylenol morðanna. Árið 1986 tilkynnti James E. Burke, formaður fyrirtækisins Johnson & Johnson, að framleiðslu lyfja í hylkjaformi, sem afgreidd væru án lyfseðils hefði verið hætt.

Fljótlega eftir að rannsókn málsins hófst barst lyfjafyrirtækinu Johnson & Johnson bréf frá karlmanni sem játaði að hafa byrlað eitri í lyfin.

Krafðist hann hárrar peningagreiðslu ella myndi hann halda því áfram. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um blekkingu var að ræða.

Málið telst enn í dag óupplýst.

Og var það Stella

Snúum okkur þá að konu að nafni Stella Nickell og tengslum hennar við Tylenol morðin.

Stella giftist manni að nafni Bruce Nickell married in 1976, og var um að ræða hennar annað hjónaband. Stella var engin engill, hún hafði setið inni vegna fjársvika og verið skikkuð í ráðgjöf vegna misþyrminga á fyrri manni sínum, sem ku hafa lamið eins og harðfisk.

Stella kynntist Bruce tveimur árum áður. Hann vann við akstur vinnuvéla en þess á milli drakk hann stíft. Sem hentaði Stellu ágætlega enda þótti henni sjálfri sopinn góður.

Bruce Nickell En meðan á tíu ára hjónabandi þeirra stóð hóf Bruce að neyta eiturlyfja en áttaði sig fljótlega á því að það var ekki að gera honum neitt gott.

Bruce fór því meðferð og hætti bæði neyslu eiturlyfja og áfengis.

Stella Stella var hreint ekki kát og fannst Bruce vera hundleiðinlegur eftir meðferðina. Hann fékk áhuga á fiskum og kom upp fiskabúrum á heimilinu sem Stella þoldi ekki.

Ekki batnaði ástandi þegar að Bruce fór að kvarta yfir kráarrölti konu sinnar.

Hundleiðinlegur lifandi en mun  skárri dauður

Dóttir Stellu af fyrra hjónabandi sagði síðar að móðir hennar hefði viljað Bruce dauðan allt frá brúðkaupsferðinni.

Og þegar að Tylenol morðin voru á forsíðum allra dagblaða og í fréttum allra sjónvarpsstöðva, fékk Stella hugmynd.

Árið 1985 líftryggði Stella mann sinn fyrir hárri upphæð og var upphæðin jafnvel enn hærri skyldi Bruce deyja af slysförum.

Stella Stella beið síðan þolinmóð í heilt ár áður en hún setti blásýru í Excedrin, verkjalyf einkum ætlað gegn mígreni, og Bruce tók reglulega. Bruce veiktist heiftarlega og var sendur á sjúkrahús þar sem hann lést fljótlega eftir komuna.

Læknar urðu ekki varir við blásýrueitrunina og var dauði hans talinn af völdum lungnaþembu.

Stella var hreint ekki kát. Lát hans hafði ekki verið talið af slysförum sem þýddi að hún fékk ekki þá 100 þúsund dollara sem líftryggingin hljóðaði upp á.

Stella hugsaði málið og taldi sig hafa fundið lausn á málinu. Hún fór á milli apóteka setti blásýru í fimm glös af Excedrin, enda ekki enn farið að verja lyfjaglös eins og við þekkjum í dag.

Skelfilegur dauði Susan

Sex dögum síðar lést kona, fertugur bankastarfsmaður að nafni Susan Snow, eftir að hafa tekið tvær töflur af lyfinu, líkt og hún gerði á hverjum morgni. Eiginmaður hennar, Paul, tók einnig tvær töflur en slapp. Susan hafði einfaldlega verið óheppin.

En ólíkt Bruce var Susan krufin og fannst blásýran sem hafði orðið henni að bana.

Susan Snow Þegar að fjölmiðlar sögðu frá láti Susan hringdi Stella í lögreglu og sagði að sennilegast hefði bóndi hennar látist af sömu orsökum. Hringdi hún svo í tryggingarfélagið og sagði dauða Bruce augljósa slys og skyldu þeir nú punga út 100 þúsund dollurum. En tryggingafélagið hafi varann á sér og vildi bíða með allt slíkt meðan að rannsókn færi fram.

Lögregla ákvað að koma i heimsókn og ræða betur við Stellu.

Sagðist hún hafa keypt tvö glös af lyfinu, sitthvort daginn og í sitthvoru apótekinu. Við rannsókn fannst blásýra í báðum glösunum.

Cynthia Hamilton FBI með grunsemdir

Málið var þá komið á borð alríkislögreglu, FBI, sem fannst meira en undarleg tilviljun að bæði glösin innihéldu blásýru. Hvert einasta glas hafði verið innkallað og hafði fundist blásýra í aðeins tveimur þeirra. ‘

Hvernig gat staðið á því að sama konan lenti í því að kaupa tvö af þeim aðeins fjórum glösum sem innihéldu eitur?

FBI menn voru næsta vissir um að Stella hefði sett eitrið í lyfin og fengið hugmyndina eftir Tylenol morðin.

En það var næstum útilokað að sanna það.

Ódagsett en fremur nýleg mynd af Stellu. Dóttirinn, réttarhöldin og dómurinn

Það er að segja allt þar til ársins 1988, tveimur árum eftir morðin.

Cynthia Hamilton, dóttir Stellu, steig fram – mjög líklega vegna þeirrar fjárhæðar sem þá var í boði var fyrir lausn málsins – og sagði móður sína hafa sagt sér alla sólarsöguna. Hún hafi enn fremur sýnt henni bók um eitur, Stella hafði fengið hana á bókasafni, en aldrei skilað.

Lögregla fór á viðkomandi bókasafn og leitaði uppi allar bækur um blásýru. Reyndust fingraför Stellu vera á hverri einnu og einustu þeirra.

Stella var handtekinn og ákærð fyrir morðin á Bruce og Susan.

Hún fékk 90 ára fangelsisdóm.

Það dapurlegasta er að græðgi Stellu varð ekki aðeins eiginmanni hennar að bana, heldur einnig blásaklausri eiginkonu og móður.

Hefði Stella látið sér nægja það sem tryggingafélagið greiddi henni og ekki verið þetta gíruð í hundrað þúsund dollara til viðbótar, er næsta víst að hún hefði komist upp með morðið á Bruce.