5 C
Grindavik
8. maí, 2021

U-beygja hjá Messi – Á barmi þess að skrifa undir nýjan samning

Skyldulesning

Lionel Messi er ekki langt frá því að skrifa unidir nýjan samning við Barcelona. Algjör u-beygja hefur orðið í málefnum Messi sem fór fram á sölu frá félaginu síðasta sumar.

Messi vildi ólmur losna frá Barcelona síðasta sumar en breytingar á skrifstofu félagsins hafa glatt hann. Joan Laporta var kjörinn forseti félagsins á dögunum og er Messi sáttur með það.

Rivaldo sem er goðsögn hjá Barcelona segir að Messi sé á barmi þess að gera nýjan samning, núverandi samningur er úr gildi í sumar.

„Barcelona hefur bætt sig mikið síðustu vikur og hafa náð því besta fram úr Messi,“ sagði Rivaldo um stöðu mála.

„Messir virkar með meiri einbeitingu og glaðari en áður. Ég held að hann sé að skrifa undir nýjan samning, hann hefur líklega náð samkomulagi við stjórnina.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir