12.2 C
Grindavik
31. júlí, 2021

U-beygja Tottenham – Ræða nú við mann sem átti aldrei að koma til greina

Skyldulesning

Leitin endalausa hjá Tottenham að næsta stjóra félagsins heldur áfram. Félagið rak Jose Mourinho úr starfi í apríl en hefur ekki fundið arftaka hans.

Tottenham hefur rætt við fjöldan af stjórum sem hafa ekki viljað taka við Tottenham, aðrir hafa farið í viðræður en þær siglt í strand.

Nú segja enskir miðlar að Tottenham skoði það að ráða Nuno Espirito Santo fyrrum stjóra Wolves, félagið hafði áður útilokað að hann kæmi til greina.

U-beygja hefur orðið hjá Tottenham eftir erfiða leit og er Nuno núna á blaði félagsins. Félagið er einnig að skoða Graham Potter stjóra Brighton.

Ljóst er að mikið og stórt verkefni bíður nýjum stjóra en það stærsta er að reyna að halda í Harry Kane sem vill fara.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir