10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Úkraína þvinguð að deila fullveldi með Rússum

Skyldulesning

Eftir vestræna stjórnarbyltingu í Kænugarði 2014 braust út borgarastyrjöld í Úkraínu. Ári seinna var undirritað Minsk-samkomulag um að Úkraína yrði sambandsríki er í reynd deildi fullveldinu með Rússlandi.

Forsenda samkomulagsins var breyting á stjórnarskrá Úkraínu. Eins menn vita á Fróni eru stjórnarskrárbreytingar viðkvæmt mál. Þeirri úkraínsku var aldrei breytt.

Er Úkraína vildi ekki deila fullveldinu með Rússlandi ákvað Pútín forseti að finna hentuga tímasetningu til að knýja fram með valdi það sem ekki tókst með samkomulagi. Pútín, sem sagður er talnanörd, fannst dagsetningin 02.02. 2022 ákjósanleg. Allsherjarárás Rússa á Úkraínumenn stendur yfir. Þjóðverjum, sumum, finnst dagsetningin minna á 1. september 1939. En það er nokkuð drjúgt. Hvorki er Pútín Hitler né nasismi allsráðandi hugmyndafræði í Rússlandi.

Annar þýskur hitti naglann á höfuðið. ,,Der Krieg ist eine bloße Fortsetzung der Politik mit anderen Mitteln – Stríð er framhald stjórnmála,“ skrifaði Clausewitz fyrir 200 árum. Sá þýski var vitni að herför Napóleons inn í Rússland. Lágvaxnir menn geta verið sporþungir.

Vesturlönd ætla ekki að fórna hermönnum í stríði frændþjóðanna. Rússar eru 145 milljónir en Úkraínumenn 45 milljónir og munu lúta í gras. Hvort það taki daga eða vikur er óvíst en niðurstaðan er fyrirsjáanleg.

Einn kostur Rússa er að brjóta Úkraínu upp í sjálfstjórnarhéruð, eftir forskrift Minsk I og II. Annar er að ,,Finnlandisera“ Úkraínu, sem yrði að nafninu til fullvalda en fengi kvef um leið og hnerrað væri í Moskvu.

Deilt fullveldi var tekið upp í Evrópu um miðja síðustu öld eftir tvær stórstyrjaldir, kallaðar fyrra og seinna stríð. Fyrirkomulagið er í dag kallað Evrópusambandið.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir