10.7 C
Grindavik
31. júlí, 2021

Úlfarnir sóttu þrjú stig til Lundúna

Skyldulesning

Gestirnir frá Wolverhampton urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Raul Jimenez þurfti að fara af velli eftir að hafa lent í harkalegu samstuði við David Luiz. Þrátt fyrir þetta áfall voru það gestirnir sem gerðu fyrsta markið.

Þar var að verki Pedro Neto sem rak smiðshöggið á góða sókn Úlfanna á 23.mínútu.

Heimamenn voru fljótir að svara því varnarmaðurinn Gabriel skallaði fyrirgjöf Willian í netið eftir hálftíma. 

Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með forystu í leikhléið því Daniel Podence skoraði á 42.mínútu.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og 1-2 sigur Úlfanna staðreynd. Wolves því í 6.sæti deildarinnar með 17 stig en Arsenal hefur 13 stig í 14.sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir