7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Úlfarnir vilja fá Origi – Klopp sagður skoða það að selja hann

Skyldulesning

Úlfarnir skoða það nú að kaupa Divock Origi framherja Liverpool í janúar en líkur eru á að framherjinn fái að fara frá Liverpool.

Origi er 25 ára gamall en hann kom 19 ára gamall til Liverpool, honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi á Anfield. Jurgen Klopp er sagður skoða það að selja Origi.

Origi hefur verið sáttur í herbúðum Liverpool en vill fara að spila meira, Wolves reyndi að kaupa hann árið 2018.

Úlfarnir vilja fá framherja í janúar eftir meiðsli Raul Jimenez, en óvíst er hvenær framherjinn jafnar sig eftir að höfuðkúpa hans brotnaði.

Origi er landsliðsmaður Belgíu og gæti fengið stórt hlutverk í liði Wolves en félagaskiptaglugginn opnar 1 janúar.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir