ulfud-vegna-fjarmalaaaetlunar:-lygavefur-og-spilad-i-danmorku-–-,,thessar-gungur-verda-a-fremsta-bekk-med-freydivin“

Úlfúð vegna fjármálaáætlunar: Lygavefur og spilað í Danmörku – ,,Þessar gungur verða á fremsta bekk með freyðivín“

Í morgun þegar að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023-2027 varð ljóst að ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi eða nýrri þjóðarhöll í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

,,Enn sem komið er eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlegt umfang framkvæmdanna liggur ekki fyrir. Í ljósi þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir þeim í þessari áætlun,“ segir í fjármálaáætlun.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir íþróttahreyfinguna en Laugardalshöll er ónothæf og Laugardalsvöllur er á undanþágu frá UEFA en öll aðstaða þar er komin til ára sinna.

Málið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fólk undrar sig á stöðu mála.

Henry Birgir, fréttastjóri íþrótta hjá Vísi.is og Stöð2Sport, segir ráðherrana Ásmund Einar Daðason og Bjarna Benediktsson halda áfram að gefa íþróttunum puttann.

.@Bjarni_Ben @asmundureinar og co halda áfram að gefa íþróttunum puttann. Slow clap fyrir ykkur. https://t.co/CU3px0z5b7

— Henry Birgir (@henrybirgir) March 29, 2022

Kollegi hans, Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, segir landsliðum úthýst frá Íslandi og lýsir atburðarrásinni sem lygavef.

Þjóðarhöll lygi. Þjóðarleikvangur lygi. Landsliðum í körfubolta og handbolta úthýst frá Íslandi. Framsókn lofaði þessu fyrir kosningar. Spilum þetta í Danmörku. Það er kosið til borgarstjóranar í maí. Nú þurfa menn að setja upp hugsunarhattinn.Lygavefur.Eina.

— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 29, 2022

Benedikt Grétarsson, fyrrum íþróttafréttamaður á RÚV segir það best við þetta að fólk skuli trúa ,,þessum pappasokkum kosningar eftir kosningar.“

Best er samt að fólk skuli trúa þessum pappasokkum kosningar eftir kosningar. Það má amk treysta því að þessar gungur verða á fremsta bekk með freyðivín þegar fjár-og aðstöðusvelt íþróttafólkið okkar gerir í raun óhugsandi góða hluti í sinni íþrótt. #aumingjar

— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) March 29, 2022

Tómas Þór Þórðarsson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum og formaður Samtaka íþróttafréttamanna, segist ekki trúa því að fólk hafi í alvörunni haldið að hér væri að fara rísa nýr þjóðarleikvangur.

Ekki hélt fólk í alvörunni að hér væri að fara að rísa nýr þjóðarleikvangur af því að gaur í framboði sagði það rétt fyrir kosningar?

Lærum að elska hlaupabrautina, kaffið og stjörnupoppið. Þessir þrír hornsteinar landsliðanna eru ekki að fara neitt.https://t.co/ndTvEPFvFH

— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 29, 2022

Freyr Alexandersson, þjálfari danska knattspyrnufélagsins Lyngby minnir hann síðan á hvað fór þeirra á milli fyrir nokkrum árum.

Þú mannst vonandi hvað ég sagði við þig fyrir nokkrum árum.

Þetta mun ekki gerast á okkar líftíma.

En vonandi upplifa barnabörnin betri aðstæður.

— Freyr Alexandersson (@freyrale) March 29, 2022

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hjólar í Ásmund Einar, ráðherra íþróttamála.

Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar hefur farið mikinn í að láta eins og nauðsynleg og löngu tímabær uppbygging þjóðarleikvanga og hallar strandi á Reykjavíkurborg. Þessu hefur verið mótmælt ítrekað, enda hefur borgarráð lagt 5 ma í verkefnið.1/2

https://t.co/kJt9ECyEdj

— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) March 29, 2022

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri Fotbolti.net, spyr hvað hann eigi að kjósa næst.

Ásmundur Einar Daðason sagði í desember að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Miðað við þetta var hann að ljúga. Hvað þurfum við að kjósa næst til að eitthvað verði gert?https://t.co/XGeAn0GRiw

— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 29, 2022


Posted

in

,

by

Tags: