5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Um tíu þúsund börn á leik- og grunn­skóla­aldri þurft í sótt­kví í þriðju bylgju

Skyldulesning

Þúsundir barna á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft í sóttkví síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafa mörg hundruð börn á sama aldri greinst með veiruna.

Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft að fara í sóttkví í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins.

Alls hafa 1.978 börn á aldrinum núll til fimm ára þurft að fara í sóttkví og 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára.

Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis.

106 börn á aldrinum núll til fimm ára hafa síðan greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgjunni og 325 börn á aldrinum sex til fimmtán ára.

Þegar þetta er skrifað eru tvö börn yngri en eins árs í einangrun vegna smits, sjö á aldrinum eins til fimm ára, átta á aldrinum sex til tólf ára og sex á aldrinum þrettán til sautján ára.

Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á í þessari bylgju er að reyna að skerða skólastarf í leik- og grunnskólum sem minnst.

Þannig hefur ekki verið gripið til þess ráðs, eins og gert var í fyrstu bylgju faraldursins, að skerða skólastarf með þeim hætti að börn mættu bara nokkra klukkutíma í dag í skólann á hverjum degi eða annan hvern dag.

Á móti kemur að fjöldi nemenda og kennara hefur þurft að fara í sóttkví eftir að smit hafa komið upp í hinum ýmsu skólum, bæði á leik- og grunnskólastigi.

Nýjasta dæmið er Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Á föstudag var greint frá því að 62 nemendur og fjórtán starfsmenn skólans þyrftu að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir