-3 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Um uppgjafarsinna gegn MDE

Skyldulesning

6.12.2020
10:36

Öfgastuðningur vinstrisinna við MDE snýr ekki
aðeins að dómgreindarlausri Tyrklandsför Róberts Spánós heldur einnig um að
afflytja niðurstöðuna í landsréttarmálinu.

Þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir (VG)
og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins og Aðalheiður
Ámundadóttir, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, gripu til varna fyrir
Tyrklandsferð Róberts Spanós, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), síðsumars.
Þær snúast einnig til varnar fyrir niðurstöðu MDE í landsréttarmálinu
svonefnda.

Fleiri álitsgjafar á vinstri vængnum ganga
erinda MDE á mun róttækari hátt en efni niðurstöðu hans gefur til kynna. Vinsældir
skoðana dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur meðal vinstrimanna eru einhverjar um þessar
mundir. Hún sagði meðal annars á FB-síðu sinni: „Dómur yfir sakamanni fær ekki
staðist þar sem skipan dómara í landsrétt var pólitískur bolagangur af
þáverandi dómsmálaráðherra.“ Þetta er alröng fullyrðing eins og svo margt annað
í málflutningi Ólínu. MDE haggar ekki neitt við dóminum yfir sakamanninum, hann
fær hvorki skaðabætur né er hann sýknaður eins og lögmaður hans krafðist.

Dálkahöfundur Fréttablaðsins, Sif
Sigmundsdóttir, líkir Sjálfstæðisflokknum við blóðtökumenn fyrri alda og segir
að niðurstaða MDE leiði í ljós að flokkurinn vilji ekki hverfa frá hættulegri
blóðtökustefnu!

Öfgastuðningur vinstrisinna við MDE snýr ekki
aðeins að dómgreindarlausri Tyrklandsför Róberts Spánós heldur einnig um að
afflytja niðurstöðuna í landsréttarmálinu.

1229006Forseti MDE, Róbert Spanó, og forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, funda. Samtök evrópskra blaðamanna ályktuðu 3. nóvember 2020 að vegna 45 mínútna fundar með Erdogan og viðtöku á heiðurdoktorsnafnbót frá háskóla í Istanbúl þaðan sem um 200 prófessorar voru reknir í pólitískum ofsóknum hafi forseti MDE orðið vanhæfur í um 10.000 málum sem bíða óafgreidd hjá MDE og honum beri að víkja.

Mörgum blöskrar þessi málflutningur. Ögmundur
Jónasson, fyrrv. ráðherra fyrir hönd VG, segir á vefsíðu sinni fimmtudaginn 3.
desember:

„Landsréttur var samkvæmt mínum skilningi
löglega skipaður á sínum tíma og læt ég sanngirni liggja á milli hluta. Í
þriggja þrepa ráðningarferlinu hefðu allir aðilar mátt vanda sig betur. En
vonandi læra allir af reynslunni.

Ástæða er þó til að ætla að einn aðili geri
það hins vegar seint. Það er Mannréttindadómstóllinn í Strassborg sem er á
góðri leið með að grafa svo hressilega undan sjálfum sér að hætt verður að taka
hann alvarlega ef fram fer sem horfir. […]

Fjöldi augljósra mannréttindabrota eru látin
sitja á hakanum. Hins vegar er legið yfir því að koma höggi á íslensk
stjórnvöld og Alþingi vegna máls sem er svo smávægilegt í hinu stærra samhengi
að undrum sætir. Hvað veldur?“

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari,
segir í Morgunblaðinu laugardaginn 5. desember:

„Það er eins og MDE hafi verið að leita að
tilbúnum ástæðum til að finna eitthvað athugavert við skipun þessa dómara í
embætti. Manni gæti helst dottið í hug að einhver dómaranna við réttinn hafi
þekkt kæranda eða lögmann hans, ef maður vissi ekki að sjónarmið af þessu tagi
koma auðvitað ekki til greina hjá svona virðulegri stofnun eins og dómstóllinn
er. […]

Í stað þess að velta vöngum yfir því hvernig
bregðast skuli við ofbeldinu [af hálfu MDE] með undirgefnum ráðstöfunum ættu
landsmenn að hvetja forráðamenn þjóðarinnar til að mótmæla þessari aðför
hástöfum og gera grein fyrir því, sem augljóst ætti að vera, að við lútum ekki
ríkisvaldi úr höndum þessarar stofnunar á borð við það sem nú var að okkur
rétt. Sjálfstætt og fullvalda ríki lætur ekki bjóða sér slíkt.“

Innlendar Fréttir