8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Umboðsmaður lýðræðisins

Skyldulesning

Fimmtudagur, 8. apríl 2021

Umboðsmaður lýðræðisins

Aldraðir þurfa umboðsmann, segir þingmaður Samfylkingar. Börn hafa þegar umboðsmann og orðtakið segir að tvisvar verði gamall maður barn.

En það eru ekki aðeins börn og gamalmenni sem þurfa umboðsmann. Umboðsmaður alþingis er til reiðu fyrir fullfríska kjósendur á besta aldri til umboðsvörslu gagnvart ríkisvaldinu sem á að heita að sé fengið frá almenningi – með umboði kjósenda.

Umboðsmennirnir eru fleiri: neytenda, sjúklinga, fatlaðra, borgarbúa og skuldara.

Einkenni allra þessara umboðsmanna er að þeir hafa ekki umboðið frá umbjóðendum sínum heldur kemur það að ofan, með lögum og reglum, en ekki að ósk eða kröfu þeirra sem umboðið á að þjóna.

Að einhverju marki er umboðstískan angi af sjálfkenndarstjórnmálum sem bútar fólk niður í marga hluta: skattgreiðanda, sjúkling, skuldara, rauðhærðan, knattspyrnuáhugamann o.s.frv. Þeir sem starfa í fórnarlambamenningunni erja þennan akur.

Umboðsfaraldurinn stafar einnig af yfirþyrmandi valdsókn hins opinbera inn í líf hins frjálsa borgara. Með tíð og tíma verður borgarinn ekki lengur einstaklingur heldur samsafn af auðkennum – og umboðsmaður er fyrir hvert auðkenni. Hver er aftur umboðsmaður lýðræðisins?


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir