5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Umboðsmaður Pogba: „Búið hjá honum og Manchester United“

Skyldulesning

Mino Raiola umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United segir að skjólstæðingur sinn vilji burt frá félaginu. Ekki í fyrsta og líklega ekki í síðasta sinn sem umboðsmaðurinn greinir frá því.

Pogba skoraði í sigri gegn West Ham um liðna helgi en á morgun er liðið að spila upp á framtíð sína í Meistaradeildinni í vetur.

„Þetta er búið hjá Pogba og Manchester United,“ sagði Raiola við ítalska fjölmiðla en félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

United og Pogba hafa ekki náð saman um nýjan samning en félagið nýtti sér klásúlu í samningi hans og framlengdi honum til 2022.

Real Madrid og Juventus hafa lengi verið orðuð við Pogba sem hefur í rúm tvö ár viljað fara frá United.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir