6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Umferð hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Um er að ræða 3,2 km kafla frá Kaldár­sels­vegi að …

Um er að ræða 3,2 km kafla frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi.

Ljósmynd/Vegagerðin

Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag en þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Um er að ræða 3,2 km kafla frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi.

Á vef Vegagerðarinnar segir að framkvæmdin sé merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni.

ÍSTAK var verktaki verksins en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætlanir stóðust í stórum dráttum og hefur lítil sem engin töf orðið á afhendingu verksins þrátt fyrir óvenjulega tíma. Samn­ings­upp­hæðin við Ístak er 2.106.193.937 kr.

Allar fjórar akreinar voru teknar í notkun um miðjan dag í dag, 24. nóvember en verktaki vinnur nú að lokafrágangi á og við Reykjanesbrautina.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir