5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Umferðaróhapp við Gróttu

Skyldulesning

Innlent


Vísir/Vilhelm

Útkall barst viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu nú á sjöunda tímanum vegna umferðaróhapps við Gróttu. 

Þar mun bíll hafa lent á hliðinni og voru viðbragðsaðilar á leið á vettvang þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir stundu. Samkvæmt fyrstu upplýsingum er ekki talið að alvarlegt slys hafi orðið á fólki.

Uppfært klukkan 18:45:

Slysið reyndist minniháttar og var enginn fluttur á slysadeild. Sjúkra- og slökkviliðsbíll voru sendir á vettvang en er útkallinu nú lokið af hálfu slökkviliðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir