8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Umferðarslys í Árbænum – Þakplötur og kamar fuku í óveðri

Skyldulesning

Laust eftir miðnætti í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum, fór yfir umferðareyju og aðrein og síðan út af og hafnaði á tré. Ökumaður og tveir farþegar slösuðust og voru flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um áverka.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá foki sem varð í hvassviðri í nótt. Meðal annars fauk kamar á byggingarsvæði í Kópavogi, plötur fuku á byggingarsvæði í miðborginni og þakplötur fuku af nýbyggingu í miðborginni. Einnig fuku þakplötur af nýbyggingu í Garðabæ og skjólveggur fauk frá húsi Grafarvogi. Þar kom björgunarsveit til aðstoðar.

Brotist var inn í hús í Vesturbænum laust fyrir klukkan 8 í gærkvöld. Gluggi var spenntur upp og kertastjaka stolið úr íbúðinni.

Á öðrum tímanum í nótt kviknaði í sófa í Hafnarfirði og fór slökkvilið á vettvang. Tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma.

Innlendar Fréttir