7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Umhleypingar framundan

Skyldulesning

Það eru umhleypingar í kortunum.

Í dag mun draga úr suðvestanáttinni sem hefur verið ríkjandi undanfarna sólarhringa á landinu, en áfram verður þó éljagangur á sunnan- og vestanverðu landinu og hiti víðast í kringum frostmark. Í kvöld er svo von á lítilli lægðarbólu upp að suðvesturhorni landsins, en henni fylgir hægt vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan til og heldur hlýnandi veðri.

Lægðin mun fara norðaustur yfir landið í nótt og skila kaldri norðlægri átt með snjókomu norðan til meðan það birtir heldur til á Suðurlandi.

Næsta vika hefst svo á umhleypingum með nokkuð djúpri lægð, hlýju lofti og rigningu, en um miðja vikuna er útlit fyrir norðanátt og talsverðu frosti. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands um horfur um helgina og inn í næstu viku.

Í dag má búast við suðvesta 10-18 m/s, en hvassast verður norðvestan til á landinu. Dregur úr vindi þegar líða tekur á daginn. Skýjað verður með köflum og él sunnan- og vestanlands, en færist í suðaustan 8-13 m/s og dálitla rigningu eða slyddu á Suðurlandi seint í kvöld. Hiti verður nálægt frostmarki. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestan 8-13 m/s og stöku él, en slydda eða rigning seint í kvöld.

Á morgun má búast við austan og suðaustan 8-15 m/s og rigningu eða slyddu með köflum sunnan til, en hægari norðlægri átt og éljum, en síðar snjókomu fyrir norðan. Snýst í vestlægari átt á Suðurlandi með dálitlum éljum eftir hádegi, en frost verður víða 0 til 6 stig, en hiti 0 til 4 stig syðra.

Veður á mbl.is

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir