6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Ummæli Keane um Arsenal vekja mikla athygli

Skyldulesning

Vandræði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni héldu áfram í gær er liðið tapaði 1-2 fyrir Wolves á heimavelli í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn byrjaði á óhugnalegan hátt þegar David Luiz og Raul Jimenez skullu saman í vítateig Wolves á 5.mínútu. Leikurinn var stöðvaður í um það bil tíu mínútur og Jimenez fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Það hefur nú verið staðfest að hann er kominn með meðvitund og bregst vel við meðferð á sjúkrahúsinu.

Pedro Neto kom Wolves yfir á 27. mínútu. Leikmenn Arsenal voru hins vegar fljótir að svara fyrir sig því þremur mínútum síðar jafnaði Gabriel leikinn með skallamarki eftir hornspyrnu Willian. Á 42. mínútu kom Daniel Podence gestunum hins vegar aftur yfir. Leikmenn Arsenal sóttu án afláts að marki Wolves það sem eftir lifði leiks en náðu ekki að finna leiðina framhjá varnarmönnum Wolves og að jöfnunarmarki.

Roy Keane var sérfræðingur Sky Sports yfir leiknum og ummæli hans eftir leik vötku mikla athygli. „Þetta eru allt stórir leikir, það gæti verið besti leikurinn fyrir þá. Grannaslagur,“ sagði Keane en Arsenal mætir Tottenham um næstu helgi.

Hann er þó ekki á því að Arsenal falli. „Ég held að þeir séu nógu sterkir til að halda sér í deildinni,“ sagði Keane og glotti.

Arsenal er eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með 13 stig. Wolves fara með sigrinum upp í 6. sæti þar sem þeir eru með 17 stig.

„They’ll have enough to stay up, I think…“ 😏

Roy Keane couldn’t resist a cheeky dig at Arsenal as he looked ahead to the North London Derby this weekend pic.twitter.com/Xnbwe2G0un

— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 30, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir