U-21 árs lið Portúgal tók á móti U-21 árs liði Íslendinga í undankeppni EM í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Portúgalar voru sterkara liðið og stjórnuðu leiknum eins og búist var við. Íslendingar voru þó sprækir og kom Brynjólfur Andersen Willumsson Íslendingum yfir á 17. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Valgeiri Lundal.
Portúgalar sóttu stíft eftir markið en Íslendingar vörðust vel. Goncalo Ramos jafnaði svo metin á 34. mínútu og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks.
Portúgalar héldu sóknarleiknum áfram í seinni hálfleik og náðu Íslendingar lítið að ógna fram á við. Íslendingar voru þó seigir í vörninni og héldu Portúgölum frá því að komast yfir.
1-1 jafntefli niðurstaðan í kvöld sem verður að teljast frábært fyrir íslenska liðið á móti virkilega sterkum Portúgölum.
Portúgal 1 – 1 Ísland
0-1 Brynjólfur Willumsson (´17)
1-1 Goncalo Ramos (´34)