3.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Undankeppni HM: Egyptar skrefi nær sæti á HM

Skyldulesning

Egyptaland mætti Senegal í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar. Egypar sigruðu leikinn 1-0.

Egyptar komust yfir snemma leiks er Saliou Ciss varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Mendy varði þá skot frá Salah en boltinn barst í Ciss og þaðan í markið.

Eftir markið var leikurinn rólegur og liðin einbeittu sér frekar að því að verjast heldur en að sækja. Þá þurfti oft að stöðva leikinn, meðal annars þurftu tveir að fara út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og 1-0 sigur Egypta því niðurstaðan.

Liðin mætast aftur 29. mars og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti á HM í Katar.

Egyptaland 1 – 0 Senegal

1-0 Saliou Ciss (´4)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir