6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Undirbúa skráningu laufabrauðshefðar á heimsskrá

Skyldulesning

List. Laufabrauð skorið út og steikt af miklu listfengi á …

List. Laufabrauð skorið út og steikt
af miklu listfengi á Akureyri.

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undirbýr tilnefningu íslensku laufabrauðshefðarinnar á skrá Menningarmálastofunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) yfir lifandi hefðir og menningarerfðir mannkyns.

Laufabrauðshefðin hefur þegar verið skráð á vefinn Lifandi hefðir ásamt fleiri dæmum um óáþreifanlegan menningararf, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Við teljum að laufabrauðshefðin eigi fullt erindi á lista Unesco yfir óáþreifanlegan menningararf og því er það nú til nánari skoðunar. Óáþreifanlegur menningararfur, eins og hefðir, er ekki síður mikilvægur og merkilegur en það sem augljósara er og sýnilegt, svo sem náttúruminjar. Aukin þekking á hefðum, fræðsla um þær og varðveisla er liður í innleiðingu okkar á samningi Unesco frá árinu 2003 um varðveislu slíkra menningarerfða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en ráðuneyti hennar fól Árnastofnun að annast undirbúning að tilnefningunni.

Í samantekt um laufabrauðsgerðina á vefnum Lifandi hefðir sem Dagný Davíðsdóttir skráði kemur fram að í Evrópu þekkist enn skrautlegt jólabrauð og hátíðarkökur en það er þó ekki líkt laufabrauðinu því það íslenska er mun þynnra.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir