Undrabarnið vill fara frá Manchester United í sumar – Verið virkilega góður í vetur – DV

0
68

Diallo fagnar marki með Manchester United. GettyImages

Undrabarnið Amad Diallo er opið fyrir því að yfirgefa Manchester United í sumar og finna sér nýtt félag.

Þessi 20 ára gamli leikmaður er í láni hjá Sunderland í dag og hefur staðið sig virkilega vel í næst efstu deild.

Man Utd vill ekki selja Diallo sem kostaði 37 milljónir frá Atalanta fyrir tveimur árum síðan.

Diallo er ekki viss um að hann fái tækifæri á næstu leiktíð í Manchester og er að skoða í kringum sig.

Diallo hefur skorað 12 mörk í 36 leikjum fyrir Sunderland á tímabilinu í deild en tækifærin í Manchester hafa verið af skornum skammti.

Enski boltinn á 433 er í boði

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt