Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli – DV

0
228

Þegar hann kraup á jörðinni, var 16 ára piltur höggvinn af miklum krafti í hnakkann með sveðju. Hann fékk djúpan áverka í höfuðkúpuna, hnakkabeinið brotnaði og hann var í lífshættu. Hann getur þakkað snörum viðbrögðum lækna fyrir að hann er á lífi í dag. Þetta kemur fram í ákæru á hendur tveimur 16 ára piltum og einum 18 ára, sem réttað verður yfir á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í vikunni.

Annar 16 ára pilturinn er ákærður fyrir að hafa höggvið með sveðjunni og er hann ákærður fyrir morðtilraun. Hinir tveir eru ákærðir fyrir sérstaklega gróft ofbeldi.

Piltarnir neita sök.

Saksóknari krefst þess að 16 ára piltunum verði vísað frá Danmörku fyrir fullt og allt. Þeir voru 15 ára þegar þetta átti sér stað í desember 2021 á leikvelli  við skóla í Valby.

Saksóknari krefst meira en fjögurra ára fangelsis yfir þeim sem hjó með sveðjunni.

Ekki er vitað hver kveikjan var að ofbeldisverkinu.