8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Ungstirnið Amanda á leið í nýtt félag á næstu dögum

Skyldulesning

Amanda Jacobsen Andradóttir leikmaður FC Nordsjælland í Danmörku mun á næstu dögum yfirgefa félagið. Þetta staðfestir Andri Sigþórsson umboðsmaður og faðir Amöndu við 433.is.

Amanda Andradóttir skrifaði undir samning til tveggja ára hjá liðinu FC Nordsjælland í Danmörku í haust.

Amanda fór fyrst til Danmerkur í fyrra en þar spilaði hún með sterku U-18 liði Fortuna Hjørring. Amanda fagnar 17 ára afmæli sínu á næstunni en hún skoraði eitt mark í dönsku úrvalsdeildinni í ár í átta leikjum.

Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en talsverður áhugi hefur verið frá stærri liðum í Noregi og Þýskalandi síðustu vikurnar. Andri Sigþórsson sagði í samtali við blaðamann að Amanda myndi skrifa undir hjá nýju félagi innan tíðar.

Amanda hefur ekki leikið fyrir A-landslið Íslands en Noregur hefur sýnt því áhuga á að hún spili fyrir þjóðin, en móðir hennar er norsk.

Innlendar Fréttir