8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Ungu strákarnir björguðu tímabilinu

Skyldulesning

Curtis Jones og Neco Williams hafa komið sterkir inn í …

Curtis Jones og Neco Williams hafa komið sterkir inn í lið Liverpool á tímabilinu.

AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði yngri leikmönnum liðsins í hástert á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Midtjylland í í Meistaradeildinni sem fram fer í Danmörku í kvöld.

Leikmenn á borð við Virgil van Dijk, Joe Gomez, Thiago og Alex Oxlade-Chamberlain hafa allir verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og þá hafa fleiri lykilmenn liðsins misst úr stóran hluta af leikjum liðsins vegna vöðvameiðsla.

Klopp hefur því þurft að treysta á yngri leikmenn sem hafa komið upp í gegnum unglingastarf félagsins.

„Við höfum fengið okkar skammt af meiðslum, á því leikur enginn vafi,“ sagði Klopp.

„Við höfum misst heimsklassa leikmenn í erfið meiðsli en það er þannig í fótbolta þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar.

Það er hins vegar þannig að leikmenn þurfa að nýta sín tækifæri og mínir menn hafa svo sannarlega gert það.

Ég gæti hrósað öllum ungu strákunum fyrir þeirra frammistöðu. Rhys hefur verið frábær í Meistaradeildinni líkt og Kelleher.

Neco Williams og Curtist Jones hafa verið frábærir. Þessir ungu strákar hafa bjargað tímabilinu,“ bætti Klopp við.

Innlendar Fréttir