7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Ungur maður skotinn til bana af veiðimanni – Hélt að hann væri að skjóta villisvín

Skyldulesning

Ungur Breti, Morgan Keane, var skotinn til bana í síðustu viku í Frakklandi. Það var 33 ára franskur veiðimaður, sem skaut hann með riffli. Hann er nú í gæsluvarðhaldi og verður væntanlega ákærður fyrir manndráp. Lögreglan segir að hann hafi talið sig vera að skjóta á villisvín þegar hann skaut Keane.

Daily Mail skýrir frá þessu. Í síðustu viku var kveðinn upp dómur í Frakklandi í öðru álíka hörmulegu máli þar sem Breti var skotinn af Frakka. Lucas Clerc, 24 veiðimaður, var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa skotið hinn 34 ára Marc Sutton til bana en hann var í reiðhjólatúr í Frönsku Ölpunum.

Clerc skaut hann af mjög löngu færi. Yfirvöld gagnrýndu strax veiðimennina fyrir að hafa ekki sett upp merkingar um að veiði stæði yfir á svæðinu. Einnig var gagnrýnt að þeir voru ekki með staðkunnugan leiðsögumann með.

Innlendar Fréttir