United aftur á sigurbraut og Meistaradeildarsætið í augsýn – Vísir

0
185

United aftur á sigurbraut og Meistaradeildarsætið í augsýn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 15:58

Anthony Martial skoraði fyrra mark leiksins í sigri United í dag. Michael Regan/Getty Images Eftir tvo tapleiki í röð hjá Manchester United vann liðið gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Heimamenn í United voru sterkari aðilinn í leik dagsins, en það tók þá þó rúman hálftíma að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Anthony Martial eftir stoðsendingu frá Antony og liðin gengu því til búningsherbergja í stöðunni 1-0.

Það voru svo heimamenn sem virtust líklegri til að bæta við í síðari hálfleik, en lengi vel leit út fyrir að liðið myndi ekki ná að finna annað mark til að gulltryggja sigurinn. Það kom þó loksins á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar Alejandro Garnacho kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og þar við sat.

Manchester United er nú með 66 stig í fjórða sæti deildarinnar þegar liðið á þrjá leiki eftir af tímabilinu. Liðið er fjórum stigum fyrir ofan Liverpool sem situr í fimmta sæti og er því með pálmann í höndunum í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Úlfarnir sitja hins vegar í 13. sæti með 40 stig og hafa nú þegar bjargað sér frá falli.

Bein lýsing Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira

Mest lesið