5 C
Grindavik
12. maí, 2021

United brenndi sig í viðræðum við Dortmund – Óttast það sama með Haaland

Skyldulesning

Forráðamenn Manchester United eru hræddir við að fara í viðræður við forráðamenn Borussia Dortmund um Erling Haaland í sumar. The Athletic fjallar um málið.

Ástæðan er sú að félagið brenndi sig í viðræðum við Dortmund síðasta sumar, félagið reyndi þá í tíu vikur að kaupa Jadon Sancho frá Dortmund.

Viðræðurnar báru ekki árangur og vill United ekki lenda í sömu stöðu í sumar að eltast við sama leikmanninn í fleiri vikur, án árangurs. Haaland fer líklega frá Dortmund í sumar.

Forráðamenn United ætla að meta stöðuna vel áður en þeir láta til skara skríða en þeir óttast að Dortmund muni leika sama leik og með Sancho, þar sem félagið taldi Dortmund vilja selja en sú var ekki raunin.

Haaland er tvítugur framherji sem hefur raðað inn mörkum með Dortmund á rúmu ári en hann vill fara í stærra félag í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir