Íþróttir | Enski boltinn | mbl | 9.4.2022 | 14:40
Gary Neville, fyrrum leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United og núverandi sparkspekingur á Sky Sports kallaði sitt fyrrum félag „grín“ eftir 1:0 tap gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Everton hefur gengið bölvanlega á árinu og eru í harðri fallbaráttu í deildinni. United er í Evrópubaráttu og gæti tapið í dag því reynst dýrkeypt.
Neville hrósaði Everton og Frank Lampard, stjóra liðsins á twitter-síðu sinni eftir leik en kallaði sitt gamla félag á sama tíma „grín“.
United a joke. Well done to Everton. Would have also been hard for Frank Lampard to hear Sean Dyche say what he said so well done to him. Some response.
— Gary Neville (@GNev2) April 9, 2022