Enska knattspynuliðið Manchester United fer að fordæmi Tottenham og ræður sömu aðila til að hanna og sjá um breytingar á velli sínum, Old Trafford.
Fyrirtækin Populous og Legends International komu bæði að uppbyggingu Tottenham-vallarins sem var vígður árið 2019. Er það einn allra glæsilegasti völlur Evrópu, tekur um 63 þúsund manns í sæti og hefur allt til alls.
Nú hefur United óskað eftir þjónustu beggja fyrirtækjanna en talið er að félagið sé að skoða alla möguleika í stöðunni. Til greina kemur meira að segja jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en það er þó talið ólíklegasta niðurstaðan.
Markmiðið er að fjölga sætum og gera upplifun áhorfenda á vellinum betri.