1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

United fer að fordæmi Tottenham

Skyldulesning

Avram Glazer og Joel Glazer, tveir af stjórnarmönnum og eigendum …

Avram Glazer og Joel Glazer, tveir af stjórnarmönnum og eigendum Manchester United. AFP

Enska knattspynuliðið Manchester United fer að fordæmi Tottenham og ræður sömu aðila til að hanna og sjá um breytingar á velli sínum, Old Trafford.

Fyrirtækin Populous og Legends International komu bæði að uppbyggingu Tottenham-vallarins sem var vígður árið 2019. Er það einn allra glæsilegasti völlur Evrópu, tekur um 63 þúsund manns í sæti og hefur allt til alls.

Nú hefur United óskað eftir þjónustu beggja fyrirtækjanna en talið er að félagið sé að skoða alla möguleika í stöðunni. Til greina kemur meira að segja jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en það er þó talið ólíklegasta niðurstaðan.

Markmiðið er að fjölga sætum og gera upplifun áhorfenda á vellinum betri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir